Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 18:38 Diljá Mist Einarsdóttir kippir sér ekki upp við undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira