„Farið hefur fé betra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2024 00:02 Caitlyn Jenner hefur alla tíð verið sannfærð um að OJ Simpson hafi verið sekur um morð. Hún sparaði því ekki stóru orðin þegar fréttir af andláti hans bárust. Getty Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil. Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil.
Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist