Spá því að verðbólga hjaðni Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 11:27 Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni „Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“ Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
„Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira