Hvers vegna styð ég Baldur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 12. apríl 2024 14:00 Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar