Upptök skjálftans eru sögð hafa verið nærri Kleifarvatni og á 4,6 kílómetra dýpi. Á rétt rúmum tíu mínútum greindust að minnsta kosti níu eftirskjálftar en einungis einn þeirra fór yfir 1,0 stig, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Sá var 1,2 stig.
Klukkan 10:15 greindist svo annar eftirskjálfti sem var 1,4 stig.
Eldsumbrot hafa verið tíð á Reykjanesi undanfarin ár en síðustu mánuði hefur verið tiltölulega rólegt yfir þegar kemur að jarðskjálftum.
Í gær bárust fregnir af því að kvika væri enn að safnast saman undir Svartsengi og hún væri að valdla auknum þrýstingi og landrisi.