Mikil meiðslavandræði fyrir stórleikinn gegn Arsenal Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Kingsley Coman gekk meiddur af velli í gær. Getty/ M. Donato Það bætti gráu ofan á svart fyrir Bayern München þegar Kinglsey Coman fór meiddur af velli í 2-0 sigri þeirra gegn Köln. Coman tognaði í lærvöðva og verður frá í nokkrar vikur. Markvörðurinn Manuel Neuer og vængmaðurinn Leroy Sane voru hvíldir í gær til að flýta fyrir endurhæfingu þeirra, en það er enn óljóst hvort þeir nái næsta leik. Þá var Serge Gnabry hvergi sjáanlegur í leikmannahópnum en hann fór meiddur af velli í fyrri leik gegn Arsenal. Ólíklegt þykir að hann nái næsta leik. 🚨🇫🇷 More on Kingsley Coman injury. He’s expected to be back in time to be part of France squad at the Euros.The expectation is for Coman to return at the Euros and not playing for Bayern again this season. pic.twitter.com/YbQlfP4ZHe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Bayern München á afar mikilvægan leik framundan við Arsenal. Fyrri leikur liðanna í Lundúnum endaði með 2-2 jafntefli og það er því til alls að vinna á Allianz vellinum næsta miðvikudag. Alphonso Davies, vinstri bakvörður, tekur út leikbann vegna uppsafnaðra spjalda og verður ekki með liðinu. Það gæti því farið svo að Bayern München verði án markvarðar síns (Neuer), vinstri bakvarðar (Davies) og þriggja kantmanna (Gnabry, Sané, Coman). Vondar fréttir fyrir Bæjara sem munu að öllum líkindum horfa á Bayer Leverkusen lyfta þýska meistaratitlinum síðar í dag, ef Leverkusen tekst að vinna 12. sætis liðið Wolfsburg. Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Coman tognaði í lærvöðva og verður frá í nokkrar vikur. Markvörðurinn Manuel Neuer og vængmaðurinn Leroy Sane voru hvíldir í gær til að flýta fyrir endurhæfingu þeirra, en það er enn óljóst hvort þeir nái næsta leik. Þá var Serge Gnabry hvergi sjáanlegur í leikmannahópnum en hann fór meiddur af velli í fyrri leik gegn Arsenal. Ólíklegt þykir að hann nái næsta leik. 🚨🇫🇷 More on Kingsley Coman injury. He’s expected to be back in time to be part of France squad at the Euros.The expectation is for Coman to return at the Euros and not playing for Bayern again this season. pic.twitter.com/YbQlfP4ZHe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Bayern München á afar mikilvægan leik framundan við Arsenal. Fyrri leikur liðanna í Lundúnum endaði með 2-2 jafntefli og það er því til alls að vinna á Allianz vellinum næsta miðvikudag. Alphonso Davies, vinstri bakvörður, tekur út leikbann vegna uppsafnaðra spjalda og verður ekki með liðinu. Það gæti því farið svo að Bayern München verði án markvarðar síns (Neuer), vinstri bakvarðar (Davies) og þriggja kantmanna (Gnabry, Sané, Coman). Vondar fréttir fyrir Bæjara sem munu að öllum líkindum horfa á Bayer Leverkusen lyfta þýska meistaratitlinum síðar í dag, ef Leverkusen tekst að vinna 12. sætis liðið Wolfsburg.
Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira