Fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:15 Þórdís Kolbrún vonar að allir aðiilar sýni stillingu. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fordæma árás Írana á Ísrael. Hún vonar að árásum linni tafarlaust og allir aðilar sýni stillingu. „Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“ Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
„Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“
Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25
Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52