Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:14 Kristófer Acox og félagar í Val fengu far til Egilsstaða með þotum Landsvirkjunar. Vísir / Hulda Margrét Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum. Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum.
Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum