Ég er ánægð að vera hætt með Rapyd Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar 15. apríl 2024 09:00 Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar