Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. apríl 2024 07:00 Varnarkerfi Ísraela og bandamanna þeirra náðu að koma í veg fyrir að næstum allar skotflaugar Íran lentu á skotmörkum sínum. Daglegt líf í Ísrael komst þannig fljótt aftur í fastar skorður. AP/Leo Correa Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira