Hrókering hjá ráðuneytisstjórum Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 10:09 Benedikt Árnason og Bryndís Hlöðversdóttir munu skipta um ráðuneyti. Stjórnarráðið Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins munu skipta um embætti. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að samkomulag hafi náðst milli forsætis- og matvælaráðherra og ráðuneytisstjóra í þeim ráðuneytum um flutning hlutaðeigandi ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta. Það eru Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri í matvælaráðuneytinu, sem skipta um stöður. Bryndís fer því í matvælaráðuneytið og Benedikt í forsætisráðuneytið. Breytingin mun eiga sér stað í dag, að því sem fram kemur í tilkynningu stjórnarráðsins. Hrókeringin á sér stað í kjölfar endurnýjunar á ríkisstjórn landsins þar sem þónokkrar breytingar urðu á ráðherraskipan. Bjarni Benediktsson fór úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið og tók við af Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur boðið sig fram til forseta. Bjarkey Olsen fór í matvælaráðuneytið og tók við af Svandísi Svavarsdóttur sem fór í innviðaráðuneytið. Bryndís Hlöðversdóttir tók við ráðuneytisstjórn í forsætisráðuneytinu í upphafi árs 2020, en Benedikt Árnason var skipaður ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytisins, sem þá hét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, árið 2021. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09 „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að samkomulag hafi náðst milli forsætis- og matvælaráðherra og ráðuneytisstjóra í þeim ráðuneytum um flutning hlutaðeigandi ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta. Það eru Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri í matvælaráðuneytinu, sem skipta um stöður. Bryndís fer því í matvælaráðuneytið og Benedikt í forsætisráðuneytið. Breytingin mun eiga sér stað í dag, að því sem fram kemur í tilkynningu stjórnarráðsins. Hrókeringin á sér stað í kjölfar endurnýjunar á ríkisstjórn landsins þar sem þónokkrar breytingar urðu á ráðherraskipan. Bjarni Benediktsson fór úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið og tók við af Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur boðið sig fram til forseta. Bjarkey Olsen fór í matvælaráðuneytið og tók við af Svandísi Svavarsdóttur sem fór í innviðaráðuneytið. Bryndís Hlöðversdóttir tók við ráðuneytisstjórn í forsætisráðuneytinu í upphafi árs 2020, en Benedikt Árnason var skipaður ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytisins, sem þá hét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, árið 2021.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09 „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32