„Svona leikir eru leikir andans“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:16 Kjartan Atli var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. „Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira