1.500 undirskriftir fyrir forseta Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson skrifa 16. apríl 2024 11:00 Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Indriði Stefánsson Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Stjórnarskrá Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun