Rödd þjóðarinnar Arnar Þór Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:00 Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Byggðamál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun