„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:22 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna. „Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
„Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti