„Náðum að keyra upp hraðann á réttum mómentum“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 21:55 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir. Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
„Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga