Kóralrif fölna á heimsvísu í fjórða skiptið á þremur áratugum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 09:32 Fiskur svamlar við fölnaða kórall undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. AP/Andrew Ibarra/NOAA Fjöldi kóralrifja víðsvegar í höfum jarðar fölnar nú vegna óvenjumikilla hlýinda. Sérfræðingar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) segja fjórða hnattræna fölnunaratburðinn á síðustu þremur áratugum í gangi. Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM). Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM).
Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00