Fimmtungur ánægður með störf Einars borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 10:30 Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Tuttugu prósent segjast ánægðr með störf hans í könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Um fimmtungur svarenda nýrrar könnunar segist ánægður með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnmargir telja minnihlutann og meirihlutann standa sig illa. Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent. Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent.
Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira