Vinstri gráir Yngvi Óttarsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar