Markadrottningin mun ná þrettán árum hjá franska félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 17:46 Ada Hegerberg hefur spilað með Olympique Lyon frá 2014 og er þegar búin að skora 264 mörk fyrir franska félagið. Getty/Alex Pantling Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg hefur skrifað undir nýjan samning við franska félagið Lyon en nýi samningurinn nær til sumarsins 2027. Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024 Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024
Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira