Bandaríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínumanna að SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:10 Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, réttir upp hönd til þess að beita neitunarvaldi um umsókn Palestínumanna um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum. AP/Yuki Iwamura Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira