Stuðningsmenn Börsunga voru dæmdir fyrir það að nota nasistakveðjur og sýna kynþáttafordóma á fyrri leiknum á móti Paris Saint-Germain í síðustu viku. Sá leikur fór fram í París og endaði með sigri Katalóníuliðsins.
Barcelona fékk 25 þúsund evru sekt sem er um 3,8 milljónir íslenskra króna. Það var kannski ekki við bætandi í slæmu rekstrarumhverfi Barcelona liðsins sem glímir við mikla fjárhagaerfiðleika.
Barcelona have been fined for racist behaviour and other actions by their fans in their #UCL quarter-final first leg at Paris St-Germain.#BBCFootball
— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024
UEFA setti líka Barcelona í skilorðsbundið miðabann á næsta tímabili. Barcelona gæti misst réttinn á því að selja stuðningsmönnum sínum miða á útileik í Meistaradeildinni tímabilið 2024-25.
Barcelona þurfti einnig að borga PSG sjö þúsund evrur vegna skemmda sem stuðningsmenn Börsunga ollu á sætum sínum á Parc des Princes leikvanginum.
Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 í París og komst í 1-0 í seinni leiknum. Liðið missti síðan mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 4-1.
Alþjóða knattspyrnusambandið heldur aðalfund sinni í Bangkok í Tælandi í næsta mánuði og þar á kynna nýja herferð gegn kynþáttafordómum í fótbolta.
Barcelona have been fined 32,000 following the behaviour of their supporters at the Parc des Princes:
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 18, 2024
Smoke bombs and fireworks [ 2,000 fine]
Degradations [ 5,000]
Racist incidents in the parking lot [ 25,000]
(Source: @RMCsport) pic.twitter.com/7Q0KEusCKy