Straumhvörf í veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 08:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Stöð 2 „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur. Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur.
Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09