Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Leikaraslagur: Brian Cox telur sjálfan sig hafa getað staðið sig betur en Joaquin Phoenix. EPA Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein