Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjörnumenn komnir á blað Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 21:15 Adolf Daði sneri aftur í byrjunarlið Stjörnunnar og þakkaði traustið vísir/Diego Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks. Það var boðið upp á fjör frá fyrstu mínútu. Bæði lið opnuðu varnirnar og buðu hvoru öðru í dans. Valur virtist fyrst um sinn hættulegra liðið en Stjarnan vann sig fljótt inn í leikinn og fór að ógna. Eftir afar fjörugar fjörtíu mínútur gjörbreyttist leikurinn. Bjarni Mark Duffield var þá nýbúinn að fá gult spjald, renndi sér í aðra tæklingu og uppskar rautt. Stjörnumenn gripu tækifærið og þrýstu á gestinu. Adolf Daði Birgisson kom þeim svo yfir í blálok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir frábæran undirbúning Hilmars Árna Halldórssonar sem tróð sér í gegn inni á teignum og gaf boltann á Adolf þegar allir bjuggust við skoti. Leikurinn róaðist alveg svakalega niður í seinni hálfleik. Valsmenn féllu niður enda manni færri og Stjarnan spilaði boltanum bara í rólegheitum milli manna. Það var fátt um frábær marktækifæri. Stjarnan komst nokkrum sinnum í séns en gerði sér ekki mat úr því. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að sækja jöfnunarmarkið, Frederik Schram fór meira að segja fram völlinn undir lokin. Hlutirnir smullu samt ekki saman í dag og niðurstaðan 1-0 Stjörnusigur. Atvik leiksins Bjarni Mark var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld með stuttu millibili. Alveg glórulaus tækling þegar hann renndi sér í seinna skiptið. Nýbúinn að fá spjald og ákveður að skriðtækla Örvar Eggertsson á eigin vallarhelmingi. Bjarni fékk að fjúka.vísir/Diego Stjörnur og skúrkar Adolf Daði Birgisson skein skært. Skoraði mikilvægt mark rétt fyrir hálfleik og spilaði heilt yfir mjög vel. Hilmar Árni á líka hrós skilið, gaf stoðsendingu og frábær frammistaða af hans hálfu. Svo má ekki gleyma Guðmundi Kristjánssyni sem er að leysa miðvarðastöðuna eins og algjör kóngur. Skúrkurinn er auðvitað Bjarni Mark. Gjörbreytti landslaginu og setti sitt lið í erfiða stöðu með heimskulegu rauðu spjaldi. Líklega sá leikmaður sem Valur mætti minnst við að missa útaf. Geri heldur ekki ráð fyrir að Tryggvi Hrafn Haraldsson byrji næsta leik, frammistöðunnar vegna, hann fékk ekki rautt. Dómarar Það var kátt á hjalla hjá þeim í kvöld, spjaldagleðin við völd. Rauða spjaldið var hárrétt en ég er ekki hrifinn af þessum endalausu spjöldum sem þeir gefa fyrir smá kvart og tuð. Menn verða að mega tjá sig, allavega við eigin liðsfélaga. Kristinn Freyr fékk nefnilega gult spjald fyrir að 'mótmæla' rauða spjaldinu, en var í raun bara brjálaður út í Bjarna og beindi öskrunum að honum. Annars var þetta alveg erfiður leikur að dæma, mikill hraði, allavega til að byrja með, og harka hjá báðum liðum. Erlendur Eiríksson ýrist sama og ekki neitt.vísir/Diego Stemning og umgjörð Rétt fyrir leik var vökvakerfið sett í gang, eins og alltaf, en Stjörnumenn föttuðu ekki að vindar blésu í átt að stúkunni. Rosalegt vatnsmagn sem frussaðist út og það tók ekki nema nokkrar sekúndur að gegnumbleyta áhorfendur. Minnti helst á SeaWorld sýningu, allir á fremsta bekk rennblautir. Annars ekki út á neitt að setja í umgjörðinni. Kjötsúpa, pizza, hamborgarar og öll þau drykkjarföng sem hægt er að hugsa sér. Vel hugsað um blaðamenn að vanda. Viðtöl „Við vorum góðir að halda boltanum og gerðum þeim erfitt fyrir“ Sáttur á svip eftir sætan sigurvísir / PAWEL „Þetta var bara geggjað. Skrítinn seinni hálfleikur að mörgu leyti en gott að sigla þessu heim“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, fljótlega eftir leik. Sterkur sigur og öflug frammistaða hjá hans liði. Þrjú stig í hús en hvernig fannst Jökli leikurinn þróast? „Mér fannst við kannski örlítið betri aðilinn í fyrri hálfleik, átta mig ekki alveg á því, þeir fengu færi og ég held betri færi en við í fyrri hálfleik. Svo í seinni eru þeir manni færri og í erfiðri stöðu. Við vorum góðir að halda boltanum og gerðum þeim erfitt fyrir. Þeir lágu samt aðeins á okkur og fengu sín moment, þangað til skiptingar komu, mér fannst strúktúrinn þeirra fara svolítið þá. Þá var þetta nokkurn veginn komið.“ Silfurskeiðin hélt stuðinu uppi allan leikinn og studdi sína stráka til stórræða. Jökull var afar ánægður með þeirra framlag. „Alveg ótrúlega. Fólkið í stúkunni hérna er bara ótrúlegt, á mikið hrós skilið og gefur liðinu mikið.“ Stjarnan á leik framundan gegn Augnabliki. Auðveldur sigur gegn 3. deildarliði myndu margir áætla fyrirfram, en Augnablik er sýnd veiði, alls ekki gefin. Þar mætir Jökull auðvitað sínu gamla félagi og hann býst við hörkuleik. „Já, nú er bara hörkuleikur í bikarnum á móti einu best spilandi liði á Íslandi. Við þurfum að vera klárir í það, þó þeir séu nokkrum deildum neðar þúrfum við að halda einbeitingu, annars lendum við í vandræðum“ sagði Jökull að lokum. Myndasyrpa Tryggvi Hrafn klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik. vísir / PAWEL Silfurskeiðin hélt upp stuðinuvísir / PAWEL Gylfi fékk fínt færi í fyrri hálfleikvísir / PAWEL Adolf Daði skorarvísir / PAWEL og Stjarnan fagnarvísir / PAWEL Frederik Schram fór fram undir lokin en komst ekkert á boltann. Þó það líti þannig út á myndinni. vísir / PAWEL Kristinn Freyr kom inn á og var síðar tekinn af velli. vísir / PAWEL Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Valur
Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks. Það var boðið upp á fjör frá fyrstu mínútu. Bæði lið opnuðu varnirnar og buðu hvoru öðru í dans. Valur virtist fyrst um sinn hættulegra liðið en Stjarnan vann sig fljótt inn í leikinn og fór að ógna. Eftir afar fjörugar fjörtíu mínútur gjörbreyttist leikurinn. Bjarni Mark Duffield var þá nýbúinn að fá gult spjald, renndi sér í aðra tæklingu og uppskar rautt. Stjörnumenn gripu tækifærið og þrýstu á gestinu. Adolf Daði Birgisson kom þeim svo yfir í blálok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir frábæran undirbúning Hilmars Árna Halldórssonar sem tróð sér í gegn inni á teignum og gaf boltann á Adolf þegar allir bjuggust við skoti. Leikurinn róaðist alveg svakalega niður í seinni hálfleik. Valsmenn féllu niður enda manni færri og Stjarnan spilaði boltanum bara í rólegheitum milli manna. Það var fátt um frábær marktækifæri. Stjarnan komst nokkrum sinnum í séns en gerði sér ekki mat úr því. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að sækja jöfnunarmarkið, Frederik Schram fór meira að segja fram völlinn undir lokin. Hlutirnir smullu samt ekki saman í dag og niðurstaðan 1-0 Stjörnusigur. Atvik leiksins Bjarni Mark var rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld með stuttu millibili. Alveg glórulaus tækling þegar hann renndi sér í seinna skiptið. Nýbúinn að fá spjald og ákveður að skriðtækla Örvar Eggertsson á eigin vallarhelmingi. Bjarni fékk að fjúka.vísir/Diego Stjörnur og skúrkar Adolf Daði Birgisson skein skært. Skoraði mikilvægt mark rétt fyrir hálfleik og spilaði heilt yfir mjög vel. Hilmar Árni á líka hrós skilið, gaf stoðsendingu og frábær frammistaða af hans hálfu. Svo má ekki gleyma Guðmundi Kristjánssyni sem er að leysa miðvarðastöðuna eins og algjör kóngur. Skúrkurinn er auðvitað Bjarni Mark. Gjörbreytti landslaginu og setti sitt lið í erfiða stöðu með heimskulegu rauðu spjaldi. Líklega sá leikmaður sem Valur mætti minnst við að missa útaf. Geri heldur ekki ráð fyrir að Tryggvi Hrafn Haraldsson byrji næsta leik, frammistöðunnar vegna, hann fékk ekki rautt. Dómarar Það var kátt á hjalla hjá þeim í kvöld, spjaldagleðin við völd. Rauða spjaldið var hárrétt en ég er ekki hrifinn af þessum endalausu spjöldum sem þeir gefa fyrir smá kvart og tuð. Menn verða að mega tjá sig, allavega við eigin liðsfélaga. Kristinn Freyr fékk nefnilega gult spjald fyrir að 'mótmæla' rauða spjaldinu, en var í raun bara brjálaður út í Bjarna og beindi öskrunum að honum. Annars var þetta alveg erfiður leikur að dæma, mikill hraði, allavega til að byrja með, og harka hjá báðum liðum. Erlendur Eiríksson ýrist sama og ekki neitt.vísir/Diego Stemning og umgjörð Rétt fyrir leik var vökvakerfið sett í gang, eins og alltaf, en Stjörnumenn föttuðu ekki að vindar blésu í átt að stúkunni. Rosalegt vatnsmagn sem frussaðist út og það tók ekki nema nokkrar sekúndur að gegnumbleyta áhorfendur. Minnti helst á SeaWorld sýningu, allir á fremsta bekk rennblautir. Annars ekki út á neitt að setja í umgjörðinni. Kjötsúpa, pizza, hamborgarar og öll þau drykkjarföng sem hægt er að hugsa sér. Vel hugsað um blaðamenn að vanda. Viðtöl „Við vorum góðir að halda boltanum og gerðum þeim erfitt fyrir“ Sáttur á svip eftir sætan sigurvísir / PAWEL „Þetta var bara geggjað. Skrítinn seinni hálfleikur að mörgu leyti en gott að sigla þessu heim“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, fljótlega eftir leik. Sterkur sigur og öflug frammistaða hjá hans liði. Þrjú stig í hús en hvernig fannst Jökli leikurinn þróast? „Mér fannst við kannski örlítið betri aðilinn í fyrri hálfleik, átta mig ekki alveg á því, þeir fengu færi og ég held betri færi en við í fyrri hálfleik. Svo í seinni eru þeir manni færri og í erfiðri stöðu. Við vorum góðir að halda boltanum og gerðum þeim erfitt fyrir. Þeir lágu samt aðeins á okkur og fengu sín moment, þangað til skiptingar komu, mér fannst strúktúrinn þeirra fara svolítið þá. Þá var þetta nokkurn veginn komið.“ Silfurskeiðin hélt stuðinu uppi allan leikinn og studdi sína stráka til stórræða. Jökull var afar ánægður með þeirra framlag. „Alveg ótrúlega. Fólkið í stúkunni hérna er bara ótrúlegt, á mikið hrós skilið og gefur liðinu mikið.“ Stjarnan á leik framundan gegn Augnabliki. Auðveldur sigur gegn 3. deildarliði myndu margir áætla fyrirfram, en Augnablik er sýnd veiði, alls ekki gefin. Þar mætir Jökull auðvitað sínu gamla félagi og hann býst við hörkuleik. „Já, nú er bara hörkuleikur í bikarnum á móti einu best spilandi liði á Íslandi. Við þurfum að vera klárir í það, þó þeir séu nokkrum deildum neðar þúrfum við að halda einbeitingu, annars lendum við í vandræðum“ sagði Jökull að lokum. Myndasyrpa Tryggvi Hrafn klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik. vísir / PAWEL Silfurskeiðin hélt upp stuðinuvísir / PAWEL Gylfi fékk fínt færi í fyrri hálfleikvísir / PAWEL Adolf Daði skorarvísir / PAWEL og Stjarnan fagnarvísir / PAWEL Frederik Schram fór fram undir lokin en komst ekkert á boltann. Þó það líti þannig út á myndinni. vísir / PAWEL Kristinn Freyr kom inn á og var síðar tekinn af velli. vísir / PAWEL
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti