Kielce vann átta marka útisigur, 30-22 og er því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á þeirra eigin heimavelli.
Kielce var bara einu marki yfir í hálfleik, 11-10, en keyrði yfir heimamenn í seinni hálfleiknum.
Þessi sigur þýðir að Kielce er komið með annan fótinn inn í úrslitaeinvígið á móti annað hvort Wisla Plock eða Zabrze sem mætast í hinu undanúrslitaeinvíginu.
Haukur skoraði fjögur mörk úr átta skotum í leiknum og var næstmarkahæstur í liði Kielce á eftir Szymon Wiaderny sem skoraði sex mörk. Artsem Karalek var með fjögur mörk eins og Haukur.