Körfubolti

Úlfarnir með stór­sigur í fyrsta leik gegn Suns

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anthony Edwards leiddi lið sitt til sigurs á heimavelli í fyrsta leik úrslitakeppninnar.
Anthony Edwards leiddi lið sitt til sigurs á heimavelli í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Dylan Buell/Getty Images

Minnesota Timberwolves unnu afar öruggan 120-95 sigur gegn Phoenix Suns í fyrsta leik NBA úrslitakeppninnar. 

Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni. Timberwolves enduðu í 3. sæti vesturdeildarinnar og Suns í 6. sætinu. 

Timberwolves voru án Kyle Anderson vegna meiðsla. Phoenix Suns söknuðu Damion Lee. 

Það ríkti jafnræði milli liðanna í fyrsta leikhlutanum en Minnesota átti frábæran annan leikhluta og hafði tíu stiga forystu í hálfleik, 61-51. 

Phoenix náði smá áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks en það lét fljótt undan, heimamenn tóku aftur völdin og leiddu með tuttugu stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur. 

Áfram héldu Úlfarnir til enda. Virkilega sterk frammistaða í fyrsta leik af þeirra hálfu. 

Anthony Edwards leiddi sóknarleikinn og var stórkostlegur í leiknum. Endaði stigahæstur með 33 stig, auk 9 frákasta, 6 stoðsendinga og 2 stolinna bolta. Nickeil Alexander-Walker var sterkur sjötti maður, skilaði 29 mínútum; 18 stigum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. 

Devin Booker átti arfaslakan leik, 5-16 í skottilraunum, bætti aðeins stigaskorið undir lokin og endaði með 18 stig en var með 9 stig þegar þriðja leikhluta lauk. 

Fyrr í kvöld unnu Cleveland Cavaliers leik sinn gegn Orlando Magic. Síðar í kvöld mætast svo Philadelphia 76ers og New York Knicks. 

  • Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA
  • - Austurdeildin -
  • (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat
  • (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers
  • 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers
  • (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic
  • - Vesturdeildin -
  • (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans
  • (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers
  • (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns
  • 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×