Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. apríl 2024 21:00 Það er örlítið rok í höfuðborginni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk að kenna lítillega á því. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29