Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Bergur Sigfússon skrifar 22. apríl 2024 10:01 Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun