Gæti krafist þess að El Clásico verði endurtekinn vegna draugamarks Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 14:00 Lamine Yamal virtist hafa komið Barcelona yfir gegn Real Madrid í gær, í 2-1, en svo var ekki. Getty/Mateo Villalba Joan Laporta, forseti Barcelona, er hundóánægður eftir 3-2 tapið gegn Real Madrid í El Clásico, stærsta leik tímabilsins í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann gæti krafist þess að leikurinn verði spilaður upp á nýtt. Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Sjá meira
Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir.
Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Sjá meira