„Fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2024 21:58 Benni var oft reiður á hliðarlínunni í kvöld enda staðráðinn í að fara ekki í sumarfrí í apríl Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur sinna manna þegar liðið sótti útisigur í Þorlákshöfn í kvöld, 84-91, og tryggði sér þar með oddaleik á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira