Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 22:36 Hún segir að rústa sé verið íslenskri náttúru fyrir vellystingar í Noregi. Vísir/Samsett Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“ Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira