Norskur skammtímagróði Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 12:30 Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun