Dýravelferðarmartröð af áður óþekktri stærð Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:30 Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar