Uppgjörið: Afturelding 28-25 Valur | Mosfellingar leiða einvígið eftir sveiflukenndan leik Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 19:01 Mosfellingar höfðu ríka ástæðu til að fagna. Vísir/Hulda Margrét Íþróttamiðstöðin að Varmá var smekkfull þegar leikurinn hófst í kvöld og heyrðist mikið í stuðningsmönnum Aftureldingar. Fyrri hálfleikur var virkilega hraður og fjörugur en heimamenn byrjuðu leikinn vel og leiddu 11-8 um miðbik fyrri hálfleiks. Þá stigu Valsmenn á bensíngjöfina með Benedikt Gunnar Óskarsson fremstan í flokki í sóknarleiknum og náðu að snúa blaðinu við. Valur skoraði fimm mörk í röð og staðan var orðin 13-11, Valsmönnum í vil. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé og Jovan Kukobat kom í mark Mosfellinga. Jovan lokaði markinu og heimamenn tóku við sér. Jakob Aronsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru atkvæðamiklir í sóknarleiknum og Afturelding komst loks yfir á ný. Heimamenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 17-15, en Benedikt Gunnar Óskarsson var kominn með sjö mörk þegar blásið var til hálfleiks. Leikmenn Aftureldingar fögnuðu vel.Vísir/Hulda Markverðirnir tveir, Björgvin Páll Gústavsson og Jovan Kukobat, voru í miklum ham í upphafi síðari hálfleiks. Mosfellingar fóru illa af ráði sínu í sóknarleiknum í upphafi síðari hálfleik og náðu aðeins að skora eitt mark á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Valur náði þó ekki að mynda nægilega mikið forskot á meðan en staðan var 21-18 fyrir Val þegar Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tekur leikhlé um miðbik síðari hálfleiks til þess að skerpa á sóknarleiknum. Þá tók Þorsteinn Leó til síns ráðs og fór á flug í sóknarleik Aftureldingar. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru við mikinn fögnuð stuðningsmanna Aftureldingar. Á meðan hélt Jovan Kukobat áfram að verja í markinu og heimamenn komust yfir undir lok leiks. Valur náði ekki að koma til baka upp úr þessu og leikurinn endaði síðan með þriggja marka sigri Mosfellinga í afar sveiflukenndum leik. Atvik leiksins Innkoma Jovan Kukobat eftir rétt rúmlega 20 mínútna leik breytti leiknum fyrir Mosfellinga og á stóran þátt í sigri þeirra í kvöld. Dómarar leiksins fóru í VAR skjáinn þegar það var ýtt við Þorsteini á 52. mínútu. Eftir stutta umhugsun fékk Tjörvi Týr Gíslason rautt spjald við mikinn fögnuð heimamanna en Valsmenn voru skiljanlega ekki parsáttir með dóminn. Stjörnur og skúrkar Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar, var klárlega stjarna heimamanna í kvöld en hann varði 15 skot og með yfir 50% markvörslu í leiknum. Skyttan öfluga, Þorsteinn Leó Gunnarsson, steig upp þegar mest á reyndi og skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu. Tjörvi Týr Gíslaon fékk reisupassann á ögurstundu fyrir Val. Hann átti þó góðan leik framan af og skoraði fjögur mörk en eftir að hann var rekinn út af þá gengu Mosfellingar á lagið og sigldu heim sigrinum. Dómarar Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson. Þetta var hraður leikur og talsvert um tveggja mínútna brottvísanir. Þeir héldu þó sömu línu í gegnum leikinn en Valsmenn voru þó allt annað en sáttir með rauða spjaldið á Tjörva. Stemning og umgjörð Mosfellingar hófu upphitun tveimur klukkustundum fyrir leik, grillið tekið fram og fljótandi veigar í boði. Stuðningsmenn Aftureldingar voru greinilega búnir að átta sig á því að það væri frídagur á morgun, frábær stemning allan leikinn og má gera fastlega ráð fyrir fagnaðarlátum á Ásláki í Mosfellsbæ fram á kvöld. Valsmenn létu minna fyrir sér fara í stúkunni en koma líklegast tvíefldir til leiks fimmtudaginn 2. maí þegar liðin mætast á ný. Stemnigin var geggjuð hjá Mosfellingum í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét Óskar Bjarni: „Þetta féll þeirra megin núna“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur með tapið en sá ýmsa jákvæða punkta í frammistöðu liðsins. „Þetta eru náttúrulega bara tvö frábær lið og bara úrslitakeppni. Mér fannst þeir vera með frumkvæðið í fyrri hálfleik og við vorum ekki góðir varnarlega en svo vorum við frábærir á kafla í seinni hálfleik, varnarlega þar að segja,“ sagði Óskar skömmu eftir leik. „Svo voru þeir sterkari á lokamínútunum en mér fannst nokkrir dómar falla á okkur í seinni. Þetta er okkar besta dómarapar, mér fannst koma fjórir eða fimm dómar á mikilvægum augnablikum en svo kíkir maður á þetta nánar og þá er þetta kannski bara bölvuð vitleysa í manni. Þeir náðu bara að setja hann í lok leiks og Jovan Kukobat var góður og við náðum ekki að loka leiknum. Það verður gaman að skoða leikinn en núna er þetta bara svekkjandi. Þetta leit þannig út í seinni hálfleik að við værum með frumkvæðið og værum að fara taka þetta.“ Jovan Kukobat reyndist Valsmönnum erfiður og var hetja Mosfellinga í kvöld. Óskar hefði viljað klára leikinn fyrr í síðari hálfleik þegar Mosfellingar voru í vandræðum með sóknarleikinn. „Hann [Jovan Kukobat] tók tvö dauðafæri og var að verja vel og hélt þeim inni. Við vorum ekki að keyra alveg jafnvel og beitt eins og við eigum að gera miðað hvað vörnin var góð. Við hefðum getað lokað leiknum, farið í fimm eða sex mörk og rifið úr þeim jaxlana. Þetta féll þeirra megin núna, svoleiðis er bara boltinn,“ sagði Óskar. Óskar Bjarni Óskarsson svekktur.Vísir/Hulda Margrét Tjörvi Týr Gíslason fékk rautt spjald undir lok leiks en Óskar telur þó eftir á að hyggja að brotið hafi verðskuldað rautt spjald. „Ég þarf að skoða þetta betur en ég held að þetta sé alveg rétt en ekkert meira. Þetta var algjör óviljaverk. Svo kemur bara brot í andlit strax hinum megin en ég held að það var ekki rautt.“ Valsmenn mæta rúmenska liðinu Baia Mare í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikars EHF á sunnudaginn. Leikmenn og þjálfarar eiga langa nótt framundan en þeir leggja af stað í ferðalagið til Rúmeníu í nótt. „Við verðum svekktir í hálftíma og svo bara byrja að pakka. Við eigum von á ýmsu og það er strax byrjað ýmislegt.“ Hvað meinar Óskar með því? „Eins og það á vera, við fáum ekki æfingu á föstudegi og eitthvað. Þannig ég held að þetta verði alvöru ævintýri, við munum fá allt sem er bara gaman,“ sagði ævintýramaðurinn Óskar Bjarni Óskarsson að lokum. Jovan Kukobat: „Eins og rússíbani“ Markvörður Aftureldingar, Jovan Kukobat, var sannarlega betri en enginn í markinu í kvöld og þakkar liðsheildinni sigurinn. „Þetta var mjög erfiður leikur, upp og niður eins og rússíbani. Við áttum í erfiðleikum með að halda okkur inn í leiknum á köflum en stuðningsmennirnir gáfu okkur orku. Þetta var liðsheildarsigur, frábært að byrja á heimavelli í úrslitakeppninni,“ sagði Jovan eftir leik. Brynjar Vignir Sigurjónsson byrjaði leikinn en Jovan kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútur. Jovan er afar sáttur með samvinnuna með markverðinum unga. „Ég og Brynjar vinnum vel saman og þegar þú ert með stuðninginn á bekknum þá spilar þú betur. Við reynum alltaf að styðja hvorn annan.“ Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Jovan varði eins og berserkur í upphafi síðari hálfleiks þá náðu samherjar hans í sókninni ekki að skora. „Björgvin var líka að verja fyrir þá en auðvitað var þetta pirrandi á köflum. Ég reyndi bara að gíra mig upp og þegar liðið byrjaði að skora þá datt ég gírinn. Þetta var liðsheildin og við þurfum það til að komast í úrslitin. Valur er frábært lið og þetta verður barátta, við þurfum aðeins að bæta sóknarleikinn og fækka mistökum og þá eigum við möguleika á úrslitum,“ sagði Jovan að endingu. Olís-deild karla Afturelding Valur
Íþróttamiðstöðin að Varmá var smekkfull þegar leikurinn hófst í kvöld og heyrðist mikið í stuðningsmönnum Aftureldingar. Fyrri hálfleikur var virkilega hraður og fjörugur en heimamenn byrjuðu leikinn vel og leiddu 11-8 um miðbik fyrri hálfleiks. Þá stigu Valsmenn á bensíngjöfina með Benedikt Gunnar Óskarsson fremstan í flokki í sóknarleiknum og náðu að snúa blaðinu við. Valur skoraði fimm mörk í röð og staðan var orðin 13-11, Valsmönnum í vil. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé og Jovan Kukobat kom í mark Mosfellinga. Jovan lokaði markinu og heimamenn tóku við sér. Jakob Aronsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru atkvæðamiklir í sóknarleiknum og Afturelding komst loks yfir á ný. Heimamenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 17-15, en Benedikt Gunnar Óskarsson var kominn með sjö mörk þegar blásið var til hálfleiks. Leikmenn Aftureldingar fögnuðu vel.Vísir/Hulda Markverðirnir tveir, Björgvin Páll Gústavsson og Jovan Kukobat, voru í miklum ham í upphafi síðari hálfleiks. Mosfellingar fóru illa af ráði sínu í sóknarleiknum í upphafi síðari hálfleik og náðu aðeins að skora eitt mark á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Valur náði þó ekki að mynda nægilega mikið forskot á meðan en staðan var 21-18 fyrir Val þegar Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tekur leikhlé um miðbik síðari hálfleiks til þess að skerpa á sóknarleiknum. Þá tók Þorsteinn Leó til síns ráðs og fór á flug í sóknarleik Aftureldingar. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru við mikinn fögnuð stuðningsmanna Aftureldingar. Á meðan hélt Jovan Kukobat áfram að verja í markinu og heimamenn komust yfir undir lok leiks. Valur náði ekki að koma til baka upp úr þessu og leikurinn endaði síðan með þriggja marka sigri Mosfellinga í afar sveiflukenndum leik. Atvik leiksins Innkoma Jovan Kukobat eftir rétt rúmlega 20 mínútna leik breytti leiknum fyrir Mosfellinga og á stóran þátt í sigri þeirra í kvöld. Dómarar leiksins fóru í VAR skjáinn þegar það var ýtt við Þorsteini á 52. mínútu. Eftir stutta umhugsun fékk Tjörvi Týr Gíslason rautt spjald við mikinn fögnuð heimamanna en Valsmenn voru skiljanlega ekki parsáttir með dóminn. Stjörnur og skúrkar Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar, var klárlega stjarna heimamanna í kvöld en hann varði 15 skot og með yfir 50% markvörslu í leiknum. Skyttan öfluga, Þorsteinn Leó Gunnarsson, steig upp þegar mest á reyndi og skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu. Tjörvi Týr Gíslaon fékk reisupassann á ögurstundu fyrir Val. Hann átti þó góðan leik framan af og skoraði fjögur mörk en eftir að hann var rekinn út af þá gengu Mosfellingar á lagið og sigldu heim sigrinum. Dómarar Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson. Þetta var hraður leikur og talsvert um tveggja mínútna brottvísanir. Þeir héldu þó sömu línu í gegnum leikinn en Valsmenn voru þó allt annað en sáttir með rauða spjaldið á Tjörva. Stemning og umgjörð Mosfellingar hófu upphitun tveimur klukkustundum fyrir leik, grillið tekið fram og fljótandi veigar í boði. Stuðningsmenn Aftureldingar voru greinilega búnir að átta sig á því að það væri frídagur á morgun, frábær stemning allan leikinn og má gera fastlega ráð fyrir fagnaðarlátum á Ásláki í Mosfellsbæ fram á kvöld. Valsmenn létu minna fyrir sér fara í stúkunni en koma líklegast tvíefldir til leiks fimmtudaginn 2. maí þegar liðin mætast á ný. Stemnigin var geggjuð hjá Mosfellingum í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét Óskar Bjarni: „Þetta féll þeirra megin núna“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur með tapið en sá ýmsa jákvæða punkta í frammistöðu liðsins. „Þetta eru náttúrulega bara tvö frábær lið og bara úrslitakeppni. Mér fannst þeir vera með frumkvæðið í fyrri hálfleik og við vorum ekki góðir varnarlega en svo vorum við frábærir á kafla í seinni hálfleik, varnarlega þar að segja,“ sagði Óskar skömmu eftir leik. „Svo voru þeir sterkari á lokamínútunum en mér fannst nokkrir dómar falla á okkur í seinni. Þetta er okkar besta dómarapar, mér fannst koma fjórir eða fimm dómar á mikilvægum augnablikum en svo kíkir maður á þetta nánar og þá er þetta kannski bara bölvuð vitleysa í manni. Þeir náðu bara að setja hann í lok leiks og Jovan Kukobat var góður og við náðum ekki að loka leiknum. Það verður gaman að skoða leikinn en núna er þetta bara svekkjandi. Þetta leit þannig út í seinni hálfleik að við værum með frumkvæðið og værum að fara taka þetta.“ Jovan Kukobat reyndist Valsmönnum erfiður og var hetja Mosfellinga í kvöld. Óskar hefði viljað klára leikinn fyrr í síðari hálfleik þegar Mosfellingar voru í vandræðum með sóknarleikinn. „Hann [Jovan Kukobat] tók tvö dauðafæri og var að verja vel og hélt þeim inni. Við vorum ekki að keyra alveg jafnvel og beitt eins og við eigum að gera miðað hvað vörnin var góð. Við hefðum getað lokað leiknum, farið í fimm eða sex mörk og rifið úr þeim jaxlana. Þetta féll þeirra megin núna, svoleiðis er bara boltinn,“ sagði Óskar. Óskar Bjarni Óskarsson svekktur.Vísir/Hulda Margrét Tjörvi Týr Gíslason fékk rautt spjald undir lok leiks en Óskar telur þó eftir á að hyggja að brotið hafi verðskuldað rautt spjald. „Ég þarf að skoða þetta betur en ég held að þetta sé alveg rétt en ekkert meira. Þetta var algjör óviljaverk. Svo kemur bara brot í andlit strax hinum megin en ég held að það var ekki rautt.“ Valsmenn mæta rúmenska liðinu Baia Mare í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikars EHF á sunnudaginn. Leikmenn og þjálfarar eiga langa nótt framundan en þeir leggja af stað í ferðalagið til Rúmeníu í nótt. „Við verðum svekktir í hálftíma og svo bara byrja að pakka. Við eigum von á ýmsu og það er strax byrjað ýmislegt.“ Hvað meinar Óskar með því? „Eins og það á vera, við fáum ekki æfingu á föstudegi og eitthvað. Þannig ég held að þetta verði alvöru ævintýri, við munum fá allt sem er bara gaman,“ sagði ævintýramaðurinn Óskar Bjarni Óskarsson að lokum. Jovan Kukobat: „Eins og rússíbani“ Markvörður Aftureldingar, Jovan Kukobat, var sannarlega betri en enginn í markinu í kvöld og þakkar liðsheildinni sigurinn. „Þetta var mjög erfiður leikur, upp og niður eins og rússíbani. Við áttum í erfiðleikum með að halda okkur inn í leiknum á köflum en stuðningsmennirnir gáfu okkur orku. Þetta var liðsheildarsigur, frábært að byrja á heimavelli í úrslitakeppninni,“ sagði Jovan eftir leik. Brynjar Vignir Sigurjónsson byrjaði leikinn en Jovan kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútur. Jovan er afar sáttur með samvinnuna með markverðinum unga. „Ég og Brynjar vinnum vel saman og þegar þú ert með stuðninginn á bekknum þá spilar þú betur. Við reynum alltaf að styðja hvorn annan.“ Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Jovan varði eins og berserkur í upphafi síðari hálfleiks þá náðu samherjar hans í sókninni ekki að skora. „Björgvin var líka að verja fyrir þá en auðvitað var þetta pirrandi á köflum. Ég reyndi bara að gíra mig upp og þegar liðið byrjaði að skora þá datt ég gírinn. Þetta var liðsheildin og við þurfum það til að komast í úrslitin. Valur er frábært lið og þetta verður barátta, við þurfum aðeins að bæta sóknarleikinn og fækka mistökum og þá eigum við möguleika á úrslitum,“ sagði Jovan að endingu.