350 þúsund krónur i sektir og tveir fá þriggja mánaða bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:31 Þrír leikmenn reyndu að spila undir öðru nafni í Lengjubikarnum í fótbolta en komust ekki upp með það. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Rico Brouwer Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið hart á leikskýrslufölsun í leik KFK og Hvíta Riddarans í B deild Lengjubikarsins sem fram fór þann 22. mars 2024. Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira