Fótbolti

Sjáðu og heyrðu sjón­varps­lýsanda sturlast yfir Brynjólfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti.
Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti. Getty/Marc Atkins

Íslenski knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim sem lýsti leik Kristiansund og Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum.

Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu.

Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu.

„Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan.

„Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður.

„Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn.

TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni.

Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan.

Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×