Satt og logið Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2024 13:30 Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun