Innlent

Hættu­á­stand í Grinda­vík og æsi­spennandi for­seta­kosningar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju.

Við förum yfir stöðuna í myndveri með Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og verðum í beinni frá varnargarðinum þar sem hraunið rennur áfram. 

Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að komandi forsetakosningar verði einar þær mest spennandi frá upphafi. Fjórir frambjóðendur hafa nú tekið afgerandi forystu, þar af einn nokkuð hratt og óvænt. Baldur Héðinsson stærðfræðingur mætir í myndver og spáir í spilin.

Við sýnum einnig magnaðar myndir frá þvi þegar Bergur Vilhjálmsson lauk tveggja sólarhringa þrekraun í Grafarholti í dag, förum á rúntinn með götusópara og Magnús Hlynuur færir okkur tímamótatríó frá Suðurlandi.

Klippa: Kvöldfréttir 27. apríl 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×