Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:25 Ásgeir Brynjar Torfason er ritstjóri Vísbendingar. Sprengisandur Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti „Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun. Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun.
Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira