Afkomuviðvörun Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. apríl 2024 09:20 Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun