Tók sinn tíma að jafna sig Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 15:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta. Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta.
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira