Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2024 20:28 Alma hefur áhyggjur af áhrifum auglýsinga veðmálasíða sem íslenskar stjörnur taka þátt í á samfélagsmiðlum. Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet. Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet.
Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira