„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 23:15 Finnur Freyr þarf að skerpa á ýmsum hlutum fyrir næsta leik Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti