Kveikur brennur út Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. apríl 2024 08:00 Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar