Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2024 10:24 Richard Gadd og Jessica Gunning í hlutverkum sínum í Baby Reindeer. Netflix Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira