Einvígið galopið eftir jafntefli í Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2024 20:55 Vinícius Júnior skoraði bæði mörk Real Madríd í kvöld. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið líkari skák en þungarokki. Heimamenn í Bayern byrjuðu betur strax í upphafi en svo róaðist leikurinn. Um miðbik fyrri hálfleiks tóku gestirnir forystuna. Vinícius Júnior teymdi þá miðvörðinn Min-Jae Kim út úr stöðu áður en hann sneri sér við og stakk sér í svæðið sem var nú opið. Toni Kroos vissi upp á hár hvert hann átti að senda boltann þegar hann sá Viní Jr. snúa Kim af sér. Kroos átti konfektsendingu í fyrra marki Real.EPA-EFE/FILIP SINGER Renndi Kroos boltanum þvert í gegnum vörn heimamanna og brasilíski framherjinn renndi boltanum í netið án þess að Manuel Neuer – sem kom askvaðandi – út úr marki sínu kæmi neinum vörnum við. Þetta var eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 í hálfleik. Heimamenn komu beittari út í síðari hálfleikinn og skoruðu tvívegis á fjögurra mínútna kafla. Fyrra markið skoraði Leroy Sané með þrumuskoti á nær þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spurning hvort Andriy Lunin, markvörður Real, hefði átt að gera betur en skotið fast og heldur óvænt. Sané fagnar marki sínu af innlifun.Alexander Hassenstein/Getty Images Örskömmu síðar fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu þegar Lucas Vázquez braut á Jamal Musiala. Harry Kane fór á punktinn og skoraði 43. mark sitt á leiktíðinni. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins en eftir að Carlo Ancelotti gerði skiptingar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þá lifnaði yfir gestunum. Kane brást ekki bogalistin.EPA-EFE/FILIP SINGER Viní Jr. fékk ágætis færi sem Neuer varði vel en það var svo þegar sjö mínútur lifðu leik sem gestirnir fengu vítaspyrnu. Kim braut þá einkar klaufalega á Viní Jr. sem fór sjálfur á punktinn og jafnaði metin í 2-2. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð þá lauk leiknum með 2-2 jafntefli og einvígið enn galopið fyrir síðari leik liðanna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið líkari skák en þungarokki. Heimamenn í Bayern byrjuðu betur strax í upphafi en svo róaðist leikurinn. Um miðbik fyrri hálfleiks tóku gestirnir forystuna. Vinícius Júnior teymdi þá miðvörðinn Min-Jae Kim út úr stöðu áður en hann sneri sér við og stakk sér í svæðið sem var nú opið. Toni Kroos vissi upp á hár hvert hann átti að senda boltann þegar hann sá Viní Jr. snúa Kim af sér. Kroos átti konfektsendingu í fyrra marki Real.EPA-EFE/FILIP SINGER Renndi Kroos boltanum þvert í gegnum vörn heimamanna og brasilíski framherjinn renndi boltanum í netið án þess að Manuel Neuer – sem kom askvaðandi – út úr marki sínu kæmi neinum vörnum við. Þetta var eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 í hálfleik. Heimamenn komu beittari út í síðari hálfleikinn og skoruðu tvívegis á fjögurra mínútna kafla. Fyrra markið skoraði Leroy Sané með þrumuskoti á nær þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spurning hvort Andriy Lunin, markvörður Real, hefði átt að gera betur en skotið fast og heldur óvænt. Sané fagnar marki sínu af innlifun.Alexander Hassenstein/Getty Images Örskömmu síðar fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu þegar Lucas Vázquez braut á Jamal Musiala. Harry Kane fór á punktinn og skoraði 43. mark sitt á leiktíðinni. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins en eftir að Carlo Ancelotti gerði skiptingar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þá lifnaði yfir gestunum. Kane brást ekki bogalistin.EPA-EFE/FILIP SINGER Viní Jr. fékk ágætis færi sem Neuer varði vel en það var svo þegar sjö mínútur lifðu leik sem gestirnir fengu vítaspyrnu. Kim braut þá einkar klaufalega á Viní Jr. sem fór sjálfur á punktinn og jafnaði metin í 2-2. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð þá lauk leiknum með 2-2 jafntefli og einvígið enn galopið fyrir síðari leik liðanna.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti