Vonbrigði fyrir þá verst settu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 1. maí 2024 07:30 Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar