Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 19:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir að í frumvarpi hennar um lagareldi sé mun betur hugað að náttúru- og umhverfisvernd í tengslum við sjókvíaeldi en hingað til hafi verið gert. Vísir/Vilhelm Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38