Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2024 21:11 Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Getty Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. Í gær fjölluðum við um ólöglegar veðmálasíður sem eru áberandi hér á landi, sér í lagi Coolbet sem hvorki má starfrækja né auglýsa. Efni sem flokka mætti sem duldar auglýsingar er þó áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir að fréttin birtist eyddu nokkrir myndböndunum af samfélagsmiðlum. Í vinsælu hlaðvarpi Götustráka eru samstarfsaðilar tilgreindir með vörumerkjum í myndböndum. Hvergi er minnst á Coolbet en þáttastjórnandinn er oftast klæddur í peysu og með hatt merktu fyrirtækinu. @gotustrakar Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi. @arnar.jonsson #gotustrakar ♬ original sound - Götustrákar - Götustrákar Vissi ekki að auglýsingar Coolbet væru ólöglegar Einn vinsælasti einkaþjálfari landsins, Gummi Emil klæðist oft fötum merktu fyrirtækinu. Hann sagðist í viðtali ekki hafa hugmynd um að ólöglegt væri að auglýsa Coolbet hér á landi. „Ég er ekki að auglýsa.“ En er það ekki auglýsing að vera í svona peysu í myndbandi? „Nei, það myndi ég ekki segja. Þetta eru bara geggjuð föt. Sérðu hvað þetta er flott peysa? Þetta er flottara en Metta sport, það er fjörutíu þúsund krónu galli. Þetta gáfu þeir mér frítt. Ég er með fullt af fötum frá þeim.“ Þannig þú færð engin skilaboð frá þeim að klæðast fötunum í myndböndum? „Nei ég geri það bara af því að ég er alltaf í viðtölum og tími minn kemur ekki til baka. Tíminn minn er það verðmætasta sem ég hef.“ En það eru aðrar stórar stjörnur áberandi á miðlum Coolbet og í fötum merktu fyrirtækinu. Herra hnetusmjör er meðal annars áberandi á samfélagsmiðlum fyrirtækisins þar sem hann sést meðal annars í utanlandsferðum. Hann hefur hvorki svarað símtali né skilaboðum frá fréttastofu. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland Þá hefur starfsmaður Coolbet á Íslandi heldur ekki svarað símtölum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Ekkert eftirlit Yfirlögregluþjónn segir eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum af skornum skammti. „Það er ekkert eftirlit að öðru leyti en að þetta er starfsemi sem er refsiverð í atvinnuskyni,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sérhæft sig í þessum málum enda kom hann að gerð skýrslu um áhættumat ríkislögreglustjóra vegna peningaþættis og fjármögnunar hryðjuverka.Stöð 2 Ný ógn Birgir segir skattinn ekki fara með eftirlit með peningaþvætti eða mögulegum skattsvikum í gegnum ólöglegar veðmálasíður þar sem þær er ekki tilkynningaskyldar. Síðurnar Coolbet og Betson séu ekki í sérstakri skoðun hjá lögreglu. „Þar sem þessi ógn er tiltölulega ný komin á yfirborðið er unnið að sérstakri aðgerðaráætlun til að bregðast við áhættu vegna þess þannig það er sérstaklega til skoðunar hvernig unnt sé að bregðast við þessari ógn og áhættu.“ Veruleg hætta á peningaþvætti Áhættan sem Birgir vísar í er tilgreind í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem Birgir kom að. Þar segir að þekktar aðferðir séu til að þvætta fjármuni í gegnum fjárhættuspil á netinu og hefur lögreglan vísbendingar um að íslenskir brotamenn nýti fjárhættuspil á erlendum vettvangi til peningaþvættis. Ætla megi að verulega skorti á að vinningar séu taldir fram til skatts. Engar takmarkanir eru á aðgengi að síðunum og veltir Birgir því fyrir sér hvort tilefni sé til að setja þær. „Það er eitt af því sem þarf að skoða gaumgæfilega hvort það sé ástæða til að koma sérstöku opinberu eftirliti með starfsemi af þessu tagi.“ Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í gær fjölluðum við um ólöglegar veðmálasíður sem eru áberandi hér á landi, sér í lagi Coolbet sem hvorki má starfrækja né auglýsa. Efni sem flokka mætti sem duldar auglýsingar er þó áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir að fréttin birtist eyddu nokkrir myndböndunum af samfélagsmiðlum. Í vinsælu hlaðvarpi Götustráka eru samstarfsaðilar tilgreindir með vörumerkjum í myndböndum. Hvergi er minnst á Coolbet en þáttastjórnandinn er oftast klæddur í peysu og með hatt merktu fyrirtækinu. @gotustrakar Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi. @arnar.jonsson #gotustrakar ♬ original sound - Götustrákar - Götustrákar Vissi ekki að auglýsingar Coolbet væru ólöglegar Einn vinsælasti einkaþjálfari landsins, Gummi Emil klæðist oft fötum merktu fyrirtækinu. Hann sagðist í viðtali ekki hafa hugmynd um að ólöglegt væri að auglýsa Coolbet hér á landi. „Ég er ekki að auglýsa.“ En er það ekki auglýsing að vera í svona peysu í myndbandi? „Nei, það myndi ég ekki segja. Þetta eru bara geggjuð föt. Sérðu hvað þetta er flott peysa? Þetta er flottara en Metta sport, það er fjörutíu þúsund krónu galli. Þetta gáfu þeir mér frítt. Ég er með fullt af fötum frá þeim.“ Þannig þú færð engin skilaboð frá þeim að klæðast fötunum í myndböndum? „Nei ég geri það bara af því að ég er alltaf í viðtölum og tími minn kemur ekki til baka. Tíminn minn er það verðmætasta sem ég hef.“ En það eru aðrar stórar stjörnur áberandi á miðlum Coolbet og í fötum merktu fyrirtækinu. Herra hnetusmjör er meðal annars áberandi á samfélagsmiðlum fyrirtækisins þar sem hann sést meðal annars í utanlandsferðum. Hann hefur hvorki svarað símtali né skilaboðum frá fréttastofu. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland Þá hefur starfsmaður Coolbet á Íslandi heldur ekki svarað símtölum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Ekkert eftirlit Yfirlögregluþjónn segir eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum af skornum skammti. „Það er ekkert eftirlit að öðru leyti en að þetta er starfsemi sem er refsiverð í atvinnuskyni,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sérhæft sig í þessum málum enda kom hann að gerð skýrslu um áhættumat ríkislögreglustjóra vegna peningaþættis og fjármögnunar hryðjuverka.Stöð 2 Ný ógn Birgir segir skattinn ekki fara með eftirlit með peningaþvætti eða mögulegum skattsvikum í gegnum ólöglegar veðmálasíður þar sem þær er ekki tilkynningaskyldar. Síðurnar Coolbet og Betson séu ekki í sérstakri skoðun hjá lögreglu. „Þar sem þessi ógn er tiltölulega ný komin á yfirborðið er unnið að sérstakri aðgerðaráætlun til að bregðast við áhættu vegna þess þannig það er sérstaklega til skoðunar hvernig unnt sé að bregðast við þessari ógn og áhættu.“ Veruleg hætta á peningaþvætti Áhættan sem Birgir vísar í er tilgreind í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem Birgir kom að. Þar segir að þekktar aðferðir séu til að þvætta fjármuni í gegnum fjárhættuspil á netinu og hefur lögreglan vísbendingar um að íslenskir brotamenn nýti fjárhættuspil á erlendum vettvangi til peningaþvættis. Ætla megi að verulega skorti á að vinningar séu taldir fram til skatts. Engar takmarkanir eru á aðgengi að síðunum og veltir Birgir því fyrir sér hvort tilefni sé til að setja þær. „Það er eitt af því sem þarf að skoða gaumgæfilega hvort það sé ástæða til að koma sérstöku opinberu eftirliti með starfsemi af þessu tagi.“
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28